Staðarhraun, kirkjustaður. Skammt vestur af Staðarhrauni heitir Grettisoddi. Þar á Grettir að hafa barist einn við ofurefli liðs en stökkt því samt á flótta eftir að hafa drepið 10 menn, sært 5 til ólífis og veitt enn öðrum skeinur. Var Grettir þá á leið til bústaðar síns í Fagraskógarfjalli og rak á undan sér búfénað sem hann hafði rænt og stolið á bæjum í grennd. Vildu bændur losna við hann og ráða af dögum. Á Staðarhrauni fæddist Jónas Guðlaugsson (1887–1916) skáld.