Staðarstaður eða Staður á Ölduhrygg. Prestssetur, kirkjustaður, einn sögufrægasti bær á Snæfellsnesi. Þar er talið að Ari fróði, faðir íslenskrar sagnaritunar, hafið búið. Margir merkisprestar hafa setið þar og urðu fjórir þeirra biskupar, Marteinn Einarsson (um 1490–1576), Halldór Brynjólfsson (1692–1752), Gísli Magnússon (1712–79) og Pétur Pétursson (1808–91). Fimmti biskupinn, Hallgrímur Sveinsson (1841–1909), ólst þar upp. Á Staðastað endaði ævi Galdra–Lofts samkvæmt þjóðsögunni er grá og loðin krumla dró hann í djúpið við ströndina.