Staðarstaður

Staðarstaður eða Stað­ur á Öldu­hrygg. Prests­set­ur, kirkju­stað­ur, einn sögu­fræg­asti bær á Snæ­fells­nesi. Þar er talið að Ari fróði, fað­ir ís­lenskr­ar sagna­rit­un­ar, haf­ið búið. Marg­ir merkis­prest­ar hafa set­ið þar og urðu fjór­ir þeirra bisk­upar, Mart­einn Ein­ars­son (um 1490–1576), Hall­dór Brynj­ólfs­son (1692–1752), Gísli Magn­ús­son (1712–79) og Pét­ur Pét­urs­son (1808–91). Fimmti bisk­upinn, Hall­grím­ur Sveins­son (1841–1909), ólst þar upp. Á Staða­stað end­aði ævi Galdra–Lofts sam­kvæmt þjóð­sög­unni er grá og loð­in krumla dró hann í djúp­ið við strönd­ina.