Staður

Staður, ligg­ur all­miklu vest­ar en meg­in­byggð­in. Nú er hann að mestu kom­inn í eyði. Þar var áður kirkju­stað­ur og prests­set­ur Grind­vík­inga til 1909, er kirkj­an var flutt aust­ur í Járn­gerð­ar­staða­hverfi. Einn merkasti Stað­ar­prest­ur var síra Odd­ur V. Gísla­son (1836–1911). Hann var braut­ryðj­andi um slysa­varn­ir á sjó, ferð­að­ist víða til að kenna mönn­um ráð og rit­aði margt um það efni. Fékk verð­laun er­lend­is fyr­ir fram­leiðslu með­ala­lýs­is. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa rænt brúði sinni. Stytta af hon­um er í kirkju­garð­in­um á Stað. Við Stað er söguskilti um Staðarhverfi.