Staður, liggur allmiklu vestar en meginbyggðin. Nú er hann að mestu kominn í eyði. Þar var áður kirkjustaður og prestssetur Grindvíkinga til 1909, er kirkjan var flutt austur í Járngerðarstaðahverfi. Einn merkasti Staðarprestur var síra Oddur V. Gíslason (1836–1911). Hann var brautryðjandi um slysavarnir á sjó, ferðaðist víða til að kenna mönnum ráð og ritaði margt um það efni. Fékk verðlaun erlendis fyrir framleiðslu meðalalýsis. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa rænt brúði sinni. Stytta af honum er í kirkjugarðinum á Stað. Við Stað er söguskilti um Staðarhverfi.