Stafholtstungur

Stafholtstungur, þrjár tung­ur milli Gljúf­ur­ár, Norður­ár, Þver­ár og Hvít­ár. Eft­ir þeim liggja klapp­aholt en mýrlent á milli. Ysta tung­an þó víða kjarri vax­in. Um ein­kenni þeirra var ort:

Blóm­guð vaxa birki­trén,
sem bera skjól í yðstu.
Í Mið­tung­unni eru fen,
en óð­ul tóm í syðstu.