Stakkahlíð

Stakkahlíð, fyrr­um stór­býli, mest jarða í Loð­mund­ar­firði, fór í eyði 1967. Utan við Stakka­hlíð er Stakkahlíðarhraun, öðru nafni Loð­mund­ar­skrið­ur, líp­ar­ít­fram­hlaup sem m.a. er úr Flata­fjalli, víða stór­gert. Í því og við það er perlu­steinn sem eitt sinn var ráðgert að nema til út­flutn­ings. Mynd­un Stakka­hlíð­ar­hrauns hef­ur vald­ið jarð­fræð­ing­um mikl­um heila­brot­um og margt er óljóst um það enn. Skammt inn­an við hraun­ið heit­ir Orr­ustu­kamb­ur. Þar hafa fundist stein­runn­in tré. Eitt slíkt er varðveitt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Reykjavík. Þetta eru stærstu stein­runnu tré sem færð hafa ver­ið til byggða hér á landi. Jeppa­fært er upp á Fitjar ofan við Stakka­hlíð. Víð­sýnt er frá Stakka­hlíð og hús eru þar í góðu lagi. Þar var starfrækt ferðaþjónusta á sumrin til ársins 2005.