Stakkar

Rauðanes, all­langt nes með sæ­brött­um hömr­um aust­an Við­ar­fjalls. Fugl verp­ir þar í björg­um og úti fyr­ir nes­inu standa sér­kenni­leg­ir drang­ar í sjó, Stakkar. Fremsti hlut­inn af nestánni, Stakka­torfa, hef­ur klofn­að frá og eru þar göng und­ir sem hægt er að fara um á smá­báti í góðu veðri. Rauðanesið er einstök náttúruperla. Þar er merkt 7 km löng gönguleið þar sem gefur að líta sérstæða hella, dranga og gatakletta ásamt fjölskrúðugu fuglalífi.