Stakkholtsgjá

Stakkholtsgjá, mikil gjá eða gljúfur sem gengur til suðausturs inn í Stakkholt. Þverhníptir hamraveggir, allt að 100 metra háir, rísa beggja vegna gjárinnar. Innarlega klofnar hún í tvo arma og er sá eystri og þrengri stórfengleg náttúrusmíð. Gjáin endar þar í einskonar kór þar sem tær á fellur niður í fögrum fossi. Það tekur um klukkustund að skoða gjána.