Steinar

Steinar, þar hefur verið margbýlt og kirkjustaður fyrrum en grjóthrun úr fjallinu grandaði húsum hvað eftir annað, svo að bæirnir voru fluttir. Trú­lega fyrirmyndin að Hlíðum undir Steinahlíðum í Paradísarheimt Lax­ness enda þótt fyrirmyndin að Steinari bónda sé Eiríkur Ólafsson (1826–1900) bóndi á Brúnum, allmiklu vestar undir Eyjafjöllum.