Steingrímsfjarðarheiði

Steingrímsfjarðarheiði, 440 m há, vötnótt. Sæluhús er þar við Þrí­vörðu­holt. Heiðin er flöt og var villugjarnt á henni í dimmviðri. Í apríl­mánuði 1774 villtist maður á Steingrímsfjarðarheiði og lá úti matarlaus í 15 dægur en fannst þá kalinn mjög og máttvana. Annar maður villtist á heiðinni í desember 1887, lá úti í 6 dægur en komst þá til bæja, allmikið kalinn.