Steinsholtsjökull

Steinholtsjökull, skriðjökull nokkru innar en Gígjökull. Úr jöklinum fellur Steinholtsá og myndar allstórt lón sem minnkað hefur verulega undanfarin ár. Utan við Steinholtsjökul er Innstihaus en úr honum brotnaði spilda ofan á jökulinn og orsakaði mikið flóð sem bar með sér mikið magn af stórgrýti og ís niður á eyrarnar 15. janúar 1967.