Stífla

Stífla, meg­in­dal­ur Aust­ur–Fljóta, dreg­ur nafn af hóla­girð­ingu yfir þver­an garð­inn er nefn­ast Stíflu­hól­ar og eru þeir fram­hlaup úr fjall­inu aust­an dals­ins. Nefn­ist Streng­ur þar fyr­ir ofan. Var gerð stífla við hól­ana þeg­ar Skeiðs­foss var virkj­að­ur og á þá eft­irfarandi vísa eft­ir Pál Páls­son frá Knapps­stöð­um varla leng­ur við en rithátturinn vitnar um framburð þar um slóðir á sínum tíma, þar sem hart er kveðið að með b–hljóði:
Gróa fí­bl­ar fróni á,
fæst af ríb­legt hey­ið.
En hve lí­b­legt er að sjá
ofan í Stí­blu grey­ið.