Stigahlíð, 636 m, innst heitir Traðarhyrna en yst heitir Deild, á milli þeirra er Bolafjall, en þar var byggð radarstöð (1992). Vegur, opinn á sumrin, liggur upp að radarstöðinni, frábært útsýni er þaðan yfir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Fjallgarðurinn var allur nefndur Stigi og af honum dregur Stigahlíðin nafn sitt.