Stóri-Kambur

Stóri–Kambur, í Breiðu­vík, kem­ur mjög við Eyr­byggja sögu. Þar bjó Björn Breið­vík­inga­kappi, sem var „meiri vin hús­freyj­unn­ar á Fróðá en goð­­ans á Helga­felli“. Hvarf Björn af landinu af þessum sökum og er af mörg­um talinn hafa hrakist suður í höf, gerst höfðingi yfir Aztekum og bor­ið nafnið Quetzalcoatli. Jörðin er nú eign Verslunarmannafélags Reykja­­víkur.