Straumfjörður

Straumfjörður, næsti bær vest­an við Álfta­nes, heit­ir eft­ir sam­nefnd­um vogi. Við Straum­fjörð var fyrr­um út­ræði og versl­un­ar­stað­ur öðru hverju fram um alda­mót­in 1900. Út af Straum­firði er mjög skerjótt. Þar fórst franska rann­sókna­skip­ið Po­urquoi pas? á sker­inu Hnokka 1936. Þar drukkn­aði franski heimsskautafarinn dr. Charcot ásamt allri áhöfn skipsins nema einum skipsverja sem komst af. Franskir skátar reistu minnisvarða í Straumfirði um slysið árið 1997. Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni var gerð um at­burð­inn. Leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir. Á 15. öld bjó þar Straum­fjarð­ar–Halla, orð­lögð fyr­ir fjöl­kynngi. Eru ör­nefni þar við hana kennd, Höllu­bjarg og Höllu­brunn­ar. Verið er að endurgera íbúarhúsið frá 1906.