Stykkishólmur

Stykkishólmur, kaupstaður síðan 22. maí 1987. Bærinn dregur nafn sitt af skeri sem fiskiskipabryggjan liggur út í. Vegna legu sinnar varð Stykkishólmur snemma á öldum miðstöð verslunar og samgangna við Breiðafjörð. Yfir sumartímann eru þaðan daglegar skoðunarferðir um Breiðafjarðareyjarnar óteljandi með Sæferðum og bílaferjan Baldur tengir Snæfellsnesið við Vestfirði með siglingum yfir á Brjánslæk með viðkomu í Flatey.

Í Stykkishólmi hefur mikið kapp verið lagt í varðveislu gamalla húsa og setja þau sterkan svip á miðbæinn. Þeirra elst er Norska húsið, fyrsta tvílyfta húsið á Íslandi, hýsir Byggðasafn Snæfellinga. Þar eru oft sérstakar sýningar á vegum safnsins eða listamanna.

Árið 1879 var kirkja byggð í Stykkishólmi og er hún ein af þeim gömlu byggingum sem hafa verið endurgerðar og var það gert 1997. Nýja kirkjan á Borginni, er áberandi kennileiti af sjó og landi. Hún er opin ferðamönnum og auk venjulegs helgihalds eru þar haldnir tónleikar reglulega yfir sumarið.

Stykkishólmi er Vatnasafn. Safnið er sköpunarverk listakonunnar Roni Horn. Kjarninn í verkinu eru glersúlur. Í súlunum er vatn sem var safnað sem ís úr nokkrum helstu jöklum Íslands sem mynduðust fyrir mörgum árþúsundum og fara nú hraðminnkandi. Þar er einnig Eldfjallasafn, einstæð alþjóðasýning á listaverkum og munum tengdum eldgosum og áhrifum þeirra.

Í bæjarlandi Stykkishólms og nágrenni eru greiðar gönguleiðir um fjörur, tanga og góða útsýnisstaði, s.s. Súgandisey við hafnarstæðið og Vatnasafnið á Bókhlöðustíg.