Súðavík, helstu atvinnuvegir eru fiskeldi og fiskvinnsla. Þann 16. janúar 1995 féll snjóflóð á Súðavík þar sem 14 manns fórust og í framhaldinu var byggðin flutt og byggð upp innar í firðinum á öruggum stað en gamla byggðin er nú nýtt til sumardvalar. Í ytri Súðavík er minningarlundur til minningar um þá sem fórust í flóðinu.
Merktar gönguleiðir eru í nágrenni kauptúnsins og m.a. hefur verið merkt gömul póstmannaleið úr botni Álftafjarðar yfir í Önundarfjörð. Í Súðavík er tjaldstæði þ.m.t. aðstaða fyrir ferðavagna auk Raggagarðs sem er fjölskyldugarður með leiktækjum og grillaðstöðu. Melrakkasetur, fræðasetur helgað íslenska refnum og lifnaðarháttum þeirra.