Suðureyri

Suðureyri, kauptún í Súgandafirði. Löggiltur verslunarstaður skömmu fyrir aldamótin 1900. Þar hefur í tvígang verið rekin hvalstöð og sjást þess enn nokkrar menjar. Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur.

Á Suðureyri er minnismerki um skáldið á Þröm, Magnús Hj. Magnússon (1873 –1916), gert af Guðmundi A. Guðnasyni og klukkusteinn, hannaður af Dýrfinnu Torfadóttur.