Sultartangi

Sultartangi, fyrr­um tangi á mót­um Tungna­ár og Þjórs­ár. Þar hef­ur ver­ið gerð 6 km löng stífla, Sult­ar­tanga­stífla. Frá miðlunarlóninu liggja göng til suðvesturs gegnum Sandafell og þar rís Sultartangavirkjun (afl 120 MW) sem vígð var í október 1999. Göngin eru 12 metra há og 3,4 km löng.