Svalbarðseyri

Svalbarðseyri, þorp. Kaupfélag Svalbarðseyrar hóf þar starfsemi 1885, en 1894 var þar löggiltur verslunarstaður. Síldarsöltun var þar um árabil. Kaupfélag Svalbarðseyrar starfaði þar 1889–1986. Íbúar voru 250 þann 1. jan. 2012. Þar er grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli, sundlaug og íþróttaaðstaða. Við afleggjarann að Svalbarðseyri er snortur trjálundur og Safnasafnið, þar sem eru til sýnis alþýðulistaverk, nýlistaverk og áhugaverð sérsöfn eins og brúður, hannyrðir og margt fleira. Safnið er opið á sumrin.