Svalbarðsströnd

Svalbarðsströnd, ströndin og hlíðin með Eyjafirði vestan undir Vaðlaheiði frá Varðgjá að Miðvík og Víkurskarði. Stundum talin ná allt að Fnjóská en venjulega er nyrsti hlutinn nefndur Kjálki. Undirlendi er lítið en hlíðin rís í breiðum hjöllum svo að landrými til ræktunar verður nokkuð innan til. Utar hverfa hjallarnir. Grösug sveit og þéttbýl. Umtalsverður landbúnaður.