Svartárvatn

Svartárkot, innsti bær í Bárð­ar­dal að aust­an, uppi á heið­inni við jað­ar Ódáða­hrauns 400 m yfir sjáv­ar­máli. Við bæ­inn all­stórt stöðu­vatn, Svart­ár­vatn, gott veiði­vatn, en Ein­ar Frið­riks­son bóndi þar seint á 19. öld flutti þang­að sil­ungs­hrogn úr Mý­vatni og kom þannig upp veið­inni. Var það þá eins­dæmi á Ís­landi. Úr vatn­inu fell­ur Svartá og renn­ur Suð­urá í hana nokkru neð­ar. Svartá renn­ur í Skjálf­anda­fljót nokkru fyr­ir norð­an Víði­ker, í henni er Ullarfoss. Frá Svart­ár­koti ligg­ur slóð inn að Dyngju­fjöll­um. Út­sýn frá Svart­ár­koti fá­gæt­lega mik­il og víð.