Svartifoss

Fell, fornt höfuðból og kirkjustaður til 1909. Skammt þaðan Svartifoss, er sést langt að. Bak við hann hellisskúti sem sagt er að Fjalla–Eyvindur hafi dvalist í um hríð. Fossinn er þekktur sem siglinga– og fiskimið á Húnaflóa. Meðal kunnustu ábúenda á Felli var Halldór Jakobsson sýslu­maður (1735–1810), föðurbróðir Jóns Espólíns, oft ærið brokk­geng­ur og ofstopafullur. Eftir hann liggja ýmis rit, sum prentuð og önnur í handriti, m.a. eldfjallasaga sem kom út á dönsku árið 1757 og var lengi aðalheimild erlendis um eldgos og eldfjöll hér á landi. Á Felli bjó um skeið séra Oddur Þorsteinsson um 1600 en af honum fór mikið galdraorð og hafa myndast margar þjóðsögur um hann.