Sveifluháls

Sveifluháls, mó­bergs­hrygg­ur hæst­ur 397 m. Fell­ur með brött­um hömr­um nið­ur að Kleif­ar­vatni. Einnig nefnd­ur Aust­ur­háls.

Við suð­ur­enda háls­ins er ein­stak­ur hnjúk­ur Mæli­fell, 228 m.

Göm­ul þjóð­leið frá Krýsu­vík til Hafn­ar­fjarð­ar og Reykja­vík­ur lá yfir Sveiflu­háls um Ket­il­stíg, sem kennd­­ur er við Ket­il, djúpa og bratta kvos vest­an í háls­in­um.