Sveinatunga

Sveinatunga, þar reisti Jóhann Eyjólfsson (1862–1951) árið 1895 fyrsta steinhús á Íslandi sem steypt var í mótum og stendur það enn. Sement og annað byggingarefni flutt á hestum úr Borgarnesi. Sveinatunguhúsið var annað í röð steinsteypra húsa á landinu. Elsta steinsteypuhúsið er í Byggðasafninu að Görðum á Akranesi, byggt 1876. Það var hlaðið úr steinum sem steyptir voru á staðnum en ekki steypt í mótum. Bygging þess tók 5 ár.