Svignaskarð

Svignaskarð, stórbýli að fornu. Þar eru sumarhús Iðju og fleiri verkalýðsfélaga. Sátu þar ýmsir höfð­ingjar. Snorri Sturluson átti þar bú um hríð.

Á klettaborg hjá bænum Kastala er hringsjá, enda talið víðsýnast þaðan um Borgarfjarðarhérað frá byggðu bóli.

Blasa þar við jöklarnir í austri, Eiríksjökull, Langjökull, Þórisjökull og Ok, dalirnir og múlar á milli þeirra, en Skarðsheiði í suðri.