Systrafoss

Kirkjubæjarklaustur, býli og þorp.

Klaust­ur á sér langa sögu. Sagt er, að kristn­ir Írar hafi bú­ið í Kirkju­bæ fyr­ir land­nám, síð­an land­náms­­mað­ur­inn Ket­ill fífl­ski og eigi máttu heiðn­ir menn búa þar. Þar var nunnu­­klaust­ur frá 1186 til siða­skipta.

Ör­nefni er minna á klau­strið: Systrastapi, Systr­afoss og Systr­avatn uppi á fjall­inu og Söng­hóll sunn­an Skaft­­ár. Þeg­ar munk­arn­ir frá Þykk­va­bæj­ar­klaustri heim­sóttu nunn­urn­ar á Kirkju­bæj­ar­klaustri hófu þeir upp söng sinn á hóln­um, þar sem klaust­ur­stað­inn bar fyrst fyr­ir augu þeirra.