Kirkjubæjarklaustur, býli og þorp.
Klaustur á sér langa sögu. Sagt er, að kristnir Írar hafi búið í Kirkjubæ fyrir landnám, síðan landnámsmaðurinn Ketill fíflski og eigi máttu heiðnir menn búa þar. Þar var nunnuklaustur frá 1186 til siðaskipta.
Örnefni er minna á klaustrið: Systrastapi, Systrafoss og Systravatn uppi á fjallinu og Sönghóll sunnan Skaftár. Þegar munkarnir frá Þykkvabæjarklaustri heimsóttu nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri hófu þeir upp söng sinn á hólnum, þar sem klausturstaðinn bar fyrst fyrir augu þeirra.