Tálknafjörður

Tálknafjörður, íbúar voru 258 1. jan. 2012, en 276 í hreppnum öllum. Þorpsmyndun hófst í Tálknafirði árið 1945, þegar Hraðfrystihús Tálknafjarðar var stofnað, framtil þess hafði nánast ekkert þéttbýli verið til staðar, þó var vísir að þorpi á Bakka, þar sem var m.a. annar tveggja skóla sveitarfélagsins og einnig var stunduð þaðan nokkur útgerð. Tálknafjörður er því með yngstu þorpum á Vestfjörðum og það hve seint þéttbýli myndast má eflaust rekja til þess hve mikil ísmyndun var á Hópinu og af þeim sökum erfitt fyrir trébáta að brjótast gegnum hann, þetta breyttist með tilkomu stálbáta og í framhaldi af því var byggð bryggja, sem ekki hafði verið áður. Áður var legið við í verbúðum út með firði þar sem styttra var þaðan á miðin og ísinn hamlaði ekki. Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. Þar er grunnskóli, sundlaug, félagsheimili og kirkja, Tálknarfjarðarkirkja, vígð árið 2002.