Teigarhorn

Teigarhorn, um 5 km frá Djúpavogi. Þar finnast fegurri og fjölbreyttari geislasteinar (seólítar) en annars staðar á jörðinni að talið er. Friðlýst náttúruvætti. Gamla íbúðarhúsið á Teigarhorni var byggt fyrir Weywadt kaupmannsfjölskylduna á árunum 1880-82. Búið var í húsinu til 1988, og það hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1992.