Þangbrandsbryggja

Þangbrandsbryggja, klettatangi í mýrarflóa, um 50 m ofar vegar, 2–3 km í norðvestur frá Starmýri. Kennd við Þangbrand prest og kristni­boða sem kom til Íslands 997 á vegum Ólafs konungs Tryggvasonar. Þarna hefur eflaust verið sjór á dögum Þangbrands. Sjá Þvottá, hér að ofan.