Þeistareykir, eyðibýli sunnarlega á Reykjaheiði. Þar er jarðhiti mikill og brennisteinsnámur, var brennisteinn unninn þar fyrr. Ágætur leitarmannaskáli. Suður af bæjarstæðinu er Bæjarfjall 570 m. Jeppafært af Reykjaheiðarvegi og af Hólasandi. Á Þeistareykjum er mórauður draugur í hundslíki.