Hof, landnámsjörð. Þar bjó Síðu–Hallur um skeið og þar drápu dökkar dísir Þiðranda son hans. Heitir þar Þiðrandalág í túni. Kirkjustaður, prestssetur til 1905. Síðastur prestur þar var séra Jón Finnsson (1865–1940) faðir Eysteins (1906–93) alþingismanns og ráðherra og séra Jakobs (1904–89).