Þingmúli

Þingmúli, kirkju­stað­ur undir norðurenda Múla­kolls, prests­set­ur til 1890. Fjórð­ungs­þing­stað­ur Aust­ur­lands fyrr­um. Af því dreg­ið Múla­sýslu­nafn­ið. Búð­ar­tóft­ir sjást þar enn. Ör­nefni benda á að þar hafi ver­ið hof eða blóts­stað­ur til forna. Við Þing­múla var kennd­ur síra Páll Páls­son (1836–1890) upp­hafs­mað­ur að kennslu heyrn­ar­lausra á Ís­landi.