Þistilfjörður

Þistilfjörður, fló­inn milli Sléttu og Langa­ness og byggð­in upp af botni fló­ans. Skipt­ast þar á lág­ir ásar og dæld­ir sem ár falla eft­ir, helst­ar Sval­barðsá, Sandá, Hölkná, Laxá og Hafra­lónsá aust­ast og miklu mest. Koma þær all­ar inn­an af heið­um, veiði, sil­ung­ur og lax, í flest­um ám. Byggð­in nær ein­göngu við sjó­inn. Geysi­víð heiða­lönd að baki, var þar fyrr­um talsverð byggð. Í Þistilfirðinum eru æskuslóðir listamannanna og frændanna Einars Kristjánssonar rithöfundar og útvarpsmanns (1911–1996) og Ágústar Pálssonar arkitekts (1893–1967), en þeir eru báðir ættaðir frá Hermundarfelli. Ágúst teiknaði m.a. Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og ,,hús skáldsins“ Halldórs Kiljan Laxness Gljúfrastein í Mosfellssveit. Ágúst var helsti frumkvöðull í Funkisstíl og er talinn hafa markað tímamót í sögu íslenskrar kirkjubyggingarlistar með Neskirkju 1942.