Þórðarhöfði

Þórðarhöfði, 202 m hár höfði, um 5 km2 að flatarmáli, landfastur með tveim rifum báðum megin Höfðavatns. Eldfjallarúst frá öndverðum jökul­tíma. Gígskál uppi á hon­um. Þverhnípt björg að sjónum. Nokkuð gróinn að ofan. Þjóð­trúin taldi að kaupstaður álfa væri í Þórðar­höfða.