Þórðastaðaskógur

Þórðarstaða–, Belgsár– og Bakkaselsskógar, stórvaxið birki­skóg­lendi í eigu Skógræktar ríkisins. Þessir skógar mynda ásamt Lunds– og Vagla­skógi eitt mesta samfellda skóglendi á Íslandi. Eldri gróðursetningar af rauðgreni og stafafuru má einnig finna hér. Skógarnir eru opnir almenn­ingi en akstur um skóginn krefst fjórhjóladrifinna bif­reiða. Þjóð­skógar.