Þórisvatn

Þórisvatn, næststærsta stöðu­vatn á Ís­landi, tæp­ir 70 km2 að flat­ar­máli, venju­legt dýpi 109 m. Get­ur hækk­að um 5 m vegna miðl­un­ar og er þá 80 km2. Úti­göngu­höfði geng­ur út í það að norð­aust­an og verða til við það tveir fló­ar. Víð­ast bratt nið­ur að vatn­inu og gróð­ur­laust að kalla um­hverf­is það. Af­rennsli þess var Þórisós, en hann var stíflað­ur og nýtt af­rennsli gert nið­ur í Tungnaá og vatn­ið not­að til miðl­un­ar við Sig­öldu­virkj­un.