Þorlákshöfn

Þorlákshöfn hefur nafn sitt frá Þorláki helga Skálholtsbiskupi. Útræði hófst þaðan snemma enda er þar góður lendingarstaður frá náttúrunnar hendi og skammt í fengsæl fiskimið. Þar hefur nú verið byggð upp besta höfn á suðurströndinni og þaðan gengur bílferja til Vestmannaeyja þegar ófært er frá Landeyjahöfn.

Þorlákshöfn er frábær staður til brimbrettaiðkunar fyrir byrjendur sem lengra komna.

Landgræðsla ríkisins hefur staðið fyrir umfangsmiklum landgræðsluaðgerðum í Þorlákshöfn og Ölfusi til að stöðva ágang sandsins frá árinu 1935. Þarna væri engin byggð ef landgræðslustarfsins hefði ekki notið við. 18 holu golfvöllurinn er byggður á landgræðslusvæði.