Þóroddsstaðir

Þóroddsstaðir, landnámsjörð. Þar segir sagan að Grettir Ás­mund­ar­son hafi misst spjótsodd sinn þegar hann vó Þor­björn öxna­megin og heitir þar enn Spjóts­mýri. Grettir vó í sama sinn einnig Arnór son Þorbjarnar. Uppi á háls­inu­m er Grettishaf það er Grettir reyndi við meðan hann sat fyrir fjand­manni sínum, Kormáki á Mel.