Þóroddsstaður

Þóroddsstaður, bær og kirkju­stað­ur og prests­set­ur til 1905. Síð­ast­ur prest­ur þar var Sig­trygg­ur Guð­laugs­son (1862–1959), sem síð­ar flutt­ist að Núpi í Dýra­firði og stóð þar fyr­ir stofn­un og rekstri hér­aðs­skóla ásamt bróð­ur sín­um Kristni (1868–1950). Árið 1984 var haf­ist handa við bygg­ingu nýrrar kirkju og var hún vígð 1988. Margt góðra muna er þar að finna. Alt­ar­istafla er úr gömlu kirkj­unni mál­uð af Svein­unga Svein­unga­syni úr Keldu­hverfi. Í kirkj­unni er stórt pípu­org­el. Predik­un­ar­stóll frá 1791 sem var í gömlu kirkj­unni er nú á safni, áður í Reykja­hlíð­ar­kirkju.