Þórshöfn

Þórshöfn er verslunarstaður héraðsins frá fornu og er getið í leyfisbréfum erlendra kaupmanna frá því á 16. öld, en löggildingu sem verslunarstaður hlaut staðurinn árið 1846. Um og upp úr 1880 eru fyrstu húsin reist á Þórshöfn, vörugeymsluhús, en fram að þeim tíma hafði verið verslað um borð í skipum. Verslun var fyrst í höndum danska verslunarfélagsins Örum & Wulff, sem 1897 reisti vandað verslunar- og íbúðarhús á staðnum.

Um og upp úr 1880 eru fyrstu húsin reist á Þórshöfn, vörugeymsluhús, en fram að þeim tíma hafði verið verslað um borð í skipum. Verslun var fyrst í höndum danska verslunarfélagsins Örum & Wulff, sem 1897 reisti vandað verslunar- og íbúðarhús á staðnum. Aðalatvinnuvegirnir eru sjávarútvegur, verslun og þjónusta.

Í hafnarmynninu er listaverk eftir Kristínu Öldu Kjartansdóttur. Bæjarhátíðin Kátir dagar er árlegur viðburður, en þar er boðið upp á menningar og skemmtidagskrá. Rétt utan við Þórshöfn er Sauðaneshúsið þar er opin sýning yfir sumarmánuðina.