Þórsmörk

Þórsmörk, hálendistunga vestur af Mýrdalsjökli, milli Krossár og Markarfljóts. Náttúra er þarna fjölbreytt og fögur, hamragil, tindar, dalir, skógur og fjölgresi. Vinsæll ferðamannastaður. Hringsjá er á Valahnúki, 458 m. Tveir skálar eru í Þórsmörk, skáli Ferðafélags Íslands í Langadal (Skagfjörðsskáli) og Farfuglafélags Íslands í Húsadal. Tjaldstæði eru í Langadal, Össugili í Húsadal, Slyppugili, Stóra-Enda og Litla-Enda.

Þess sjást minjar að byggð hafi áður verið í Þórsmörk. Skórækt ríkisins friðaði Þórsmörk 1924 að beiðni bænda í Fljótshlíð sem vildu bjarga birkiskógum Merkurinnar. Þar er að finna tiltölulega lítt snortna, gamla birkiskóga en einnig er þar talsvert um rofið land. Landgræðsla ríkisins hefur grætt upp gróðurvana svæði í Þórsmörk.