Þorvaldseyri

Þorvaldseyri, stórbýli, hét áður Svaðbæli en ber nú nafn Þorvalds Björnssonar (1833–1922) sem breytti örreytiskoti í höfuðból á 19. öld. Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð frá 1960. Einnig hafa þar verið gerðar tilraunir til að rækta lín, hveiti og olíurepju. Vorið 2011 opnuðu ábúendur Gestastofu, sem staðsett er sunnan þjóðvegarins, með sýningu um gosið í Eyjafjallajökli.