Þrístapar, þrír samliggjandi, lágir hólar norðan við þjóðveginn.
Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830 á banamönnum Natans Ketilssonar og Péturs Jónssonar á Illugastöðum 13. mars 1828. Minningarsteinn er á aftökustaðnum.
Kvikmyndin Agnes, leikstjóri Egill Eðvarðsson, byggir á þessum atburðum. Árið 2014 kom út bókin Náðarstund eftir ástralska rithöfundinn Hannah Kent þar sem hún skrifar um þennan atburð. Hannah var skiptinemi á Norðurlandi í eitt ár.