Þverá, Þverárbærinn er af norðlenskri gerð og snúa stafnar fram á hlað en bakhús snúa flest þvert á framhúsin. Hann var reistur í núverandi mynd af Jóni Jóakimssyni snikkara og bónda á staðnum á árunum 1849–1870. Á Þverá er margt hugvitsamlega gert, t.d. er lækur leiddur gegnum mjólkurhús innst í bænum þannig að heppileg kæling væri þar fyrir afurðir. Það var því ekki langt að fara eftir rennandi vatni. Nokkuð af útihúsum stendur enn. Í bænum var Kaupfélag Þingeyinga stofnað árið 1882. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1968.