Þverárdalur

Þverárdalur, skarð eða dalverpi sem liggur til norðausturs upp frá Ból­staðarhlíð og er raunar suðurendinn á Laxárdal. Samnefnt eyðibýli stendur á hjalla fyrir botni dalsins, um 3 km frá þjóðveginum og jafn­framt syðst í Laxárdal. Úr dalnum kemur Hlíðará, og eru upptök henn­ar í Hólsvötnum, langt norðaustur í fjalllendinu. Rennur áin þar fyrst lengi vel til suðurs og eru upptök hennar í Hólsvötnum upp af Sæmundarhlíð í Skagafirði.