Þykkvabæjarklaustur

Þykkvabæjarklaustur, kirkjustaður. Klaustur var þar 1168 til siða­skipta. Þar er nú bær og kirkjustaður. Fyrstur ábóti Þorlákur Þór­halls­son helgi (1133–93), síðar biskup, sem Þorláksmessa er við kennd. Árið 1958 var reistur minnis­varði fyrir framan altari heilags Þorláks, en gamlar sagnir eru um að altari klausturkirkjunnar hafi alla tíð verið á sama stað. Nokkru sunnan við bæjarhúsin eru tvö sam­byggð sauða­hús, sem ekki er auðvelt að komast að. Húsagerð Íslendinga til forna bar svip af því efni sem tiltækt var á hverjum stað á hverjum tíma. Í Álftaveri og Meðallandi vex mikið af melgresi, og er vestara sauðahúsið í Álftaveri dæmi um nýtingu þess til húsa­gerðar. Hluti af húsasafni Þjóð­minja­safns Ís­lands frá 1974. Skammt frá þeim er rúst forn­býlisins Kúabótar, unnið var að uppgreftri þar 1972. Á sand­inum skammt fyrir ofan bæinn hefur verið grafinn upp mjög stór bær frá mið­öldum sem grafist hefur í Kötluhlaupi.