Jökuldalir, víðlend dalkvos með miklum og fríðum fjallahring. Hæsta fjallið er Tindafjall, 1048 m. Um Jökuldali fellur Jökuldalakvísl og flæmist vítt um, grunn en víða með sandbleytu. Í Jökuldölum eru nýlegir fjallaskálar. Reimt hefur oft þótt í Jökuldölum.