Tjörnes

Tjörnes, skag­inn milli Skjálf­anda­flóa og Öx­ar­fjarð­ar. Vest­an og norð­an á nes­inu eru háir sand­steins­bakk­ar með sjó. Eru lög þessi 400–500 m þykk, ein­hver merk­ustu jarð­lög á Ís­landi frá ter­tí­er­tíma og ís­öld. Sunn­an til skipt­ast á skelja– og surt­ar­brands­lög sem sýna mikl­ar breyt­ing­ar á sjáv­ar­stöðu. Í syðri og elstu lög­un­um eru skelj­ar sem nú lifa að­eins í hlýj­um sjó við strend­ur Vest­ur–Evr­ópu. En í yngri lög­um kald­sævisskelj­ar og í Breiðu­vík ís­hafs­skelj­ar. Surt­ar­brand­ur var num­inn á Tjör­nesi í landi Hring­­­vers og Ytri­–Tungu á fyrri stríðsár­un­um. Skeifárfoss er einn falleg­asti foss norðausturlands. Hann fellur niður í Skeifárgilið á sjávar­bökk­un­um milli Hringvers og Tunguvalla. Fólk nýtur mikillar náttúrufegurðar í göngu­ferð að honum.