Tómasarhagi

Tómasarhagi, hagablettur, mest þó mosateygingar, meðfram lækjum og sprænum. Sr. Tómas Sæmundsson (1807–41) fann hann 1835 og virðist haginn af lýsingum að dæma hafa verið betur gróinn þá en nú.