Elliðahamar, fjall með miklu standbergi. Undir fjallinu bærinn Elliði. Þaðan var Jóhann Sæmundsson prófessor (1905–55). Norður af hamrinum Elliðatindar 864 m og Tröllatindar 930 m. Uppi í miðjum hömrunum er hellir, og sagt er að þar sé gangur í gegnum fjallið allt inn í Öxarhamar, og að járnhælar hafi verið reknir í bergið til forna og þannig gert kleift í hellinn.